*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 23. maí 2017 16:19

Nýir framkvæmdastjórar Pírata

Erla Hlynsdóttir og Kristján Gunnarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Pírötum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Stjórnmálaflokkur Pírata hefur ráðið þau Erlu Hlynsdóttur og Kristján Gunnarsson sem framkvæmdastjóra flokksins en starfið var áður í höndum Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur. Í tilkynningu inn á vef flokksins segir að Píratar hafi í apríl auglýst eftir starfsfólki og að Kristján og Erla hafi verið valin hæfust úr hópi umsækjenda. Hlutverk þeirra verður að sinna vinnu með þingflokki Pírata, ásamt því að hlúa að starfsemi í grasrót og baklandi Pírata um allt land.

Erla hefur starfað við fjölmiðla í áratug, meðal annars á DV, Stöð 2 og Fréttatímanum. Að sögn Pírata er hún þó einna þekktust fyrir að hafa í þrígang unnið sigur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið á tjáningarfrelsi Erlu. Hún er með BA-gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands en hún hefur ennfremur lokið námi í Stafrænni markaðssetningu og viðskiptum á netinu við Opna háskólann í HR.

Kristján hefur síðustu misseri unnið með þingflokki Pírata að fjölbreyttum verkefnum. Hann hefur starfað við ráðgjöf og markaðsmál í yfir áratug, bæði fyrir stór og smá fyrirtæki. Ásamt því hefur hann verið virkur í margvíslegum nýsköpunarverkefnum síðasta áratug og setti nýverið á fót sprotafyrirtækið Konto.is. Þar til í fyrra var Kristján annar eiganda vefstofunnar Kosmos & Kaos. Á ferlinum hefur hann starfað sem markaðsstjóri, kennari og framkvæmdastjóri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim