Ágústa Berg, Geir Steindórsson og Hulda Sigurbjörnsdóttir hafa bæst í hóp hluthafa hjá EY endurskoðun og ráðgjöf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Ágústa Berg hóf störf hjá EY á árinu 2017 og starfar á Ráðgjafarsviði en þar áður starfaði hún hjá Deloitte frá árinu 1999. Ágústa er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hún er með Msc. í upplýsingatækni með áherslu á innri endurskoðun og Msc. í markaðsfræði frá Louisiana State University. Ágústa er jafnframt faggiltur tölvuendurskoðandi (e. Certified Information Systems Auditor, CISA). Ágústa býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði innri og ytri endurskoðunar og á sviði upplýsingakerfa og upplýsingaöryggis og hefur áratuga reynslu á þessum sviðum. Ágústa er gift Bala Kamallakharan og eiga þau tvær dætur.

Geir Steindórsson hóf störf hjá EY á árinu 2009 og starfar á Endurskoðunarsviði EY. Geir er hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2013. Geir hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA) Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.

Hulda Sigurbjörnsdóttir hóf störf hjá EY á árinu 2007 og starfar á Endurskoðunarsviði EY. Hulda er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hún er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hulda hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2011. Hulda hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (ISA). Hulda hlaut löggildingu í endurskoðun árið 2011. Hulda hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Ásbjörn Björnsson, forstjóri EY á Íslandi: „Það er ánægjulegt að fá þá Ágústu, Geir og Huldu í hluthafahóp EY. Þekking þeirra, reynsla og sérhæfing hefur nýst viðskiptavinum okkar vel til að styðja viðgang og vöxt í sinni starfsemi. EY á Íslandi hefur upp á að bjóða fjölda reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga sem gerir okkur kleift að bjóða upp á gæðaþjónustu á hverjum tíma. Við sjáum fram á breytingar á endurskoðunar- og ráðgjafarmarkaði á komandi misserum, ekki síst vegna aukinnar sjálfvirkni og tækniþróunar ásamt vaxandi þörf á víðtækri þekkingu á sviði alþjóðlegs skattaréttar og almenns lagaumhverfis viðskiptalífsins. Stækkun hluthafahópsins styrkir okkur í þeim áskorunum sem fram undan eru í starfsemi okkar.“