VÍS hefur ráðið nýjan deildarstjóra yfir fyrirtækjaþjónustu, Ottó Sigurðsson. Samhliða tók Þorvaldur I. Birgirsson, sem var áður deildarstjóri fyrirtækjaþjónustunnar, við starfi deildarstjóra alþjóðlegra viðskipta hjá VÍS.

Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu hjá VÍS. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun og viðskiptastýringu á fyrirtækjamarkaði. Undanfarin þrjú ár hefur hann veitt innflutningsdeild Samskipa forstöðu. Þar áður var hann forstöðumaður fyrirtækjasölu Vodafone og á undan því viðskipta- og sölustjóri á sama vettvangi. Ottó, sem um skeið var atvinnukylfingur, er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá University of Louisiana at Lafayette í Bandaríkjunum. Hann er kvæntur Karen Lilju Sigurbergsdóttur og eiga þau tvö börn.

Þorvaldur I. Birgisson hefur tekið við stöðu deildarstjóra alþjóðlegra viðskipta hjá VÍS en hann var áður deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu VÍS frá 2013. Þorvaldur hefur starfað á vátryggingarmarkaðnum síðan 2005. Fyrst sem sölu- og markaðsstjóri á fyrirtækjasviði Sjóvá og síðar forstöðumaður stofnstýringar og viðskiptaþróunar hjá sama félagi. Þar áður starfaði hann sem forstöðumaður rekstrardeildar hjá Skeljungi. Þorvaldur er rekstrarhagfræðingur að mennt með B.Sc og M.Sc gráðu í stefnumótun og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Þorvaldur er kvæntur Guðnýju Valgeirsdóttur og eiga þau fjögur börn.