Eric Maillard hefur tekið sæti í stjórn Kerecis. Eric býr að yfir 30 ára reynslu í markaðs- og stjórnunarstörfum í lækningavörugeiranum. Eric starfaði áður sem forstjóri Mac Neil France (Johnson & Johnson) og Laboratories Martin (sameignarfyrirtæki Johnson & Johnson og MSD). Eric er búsettur í París og er forstjóri ToniPharm ásamt því að vera varaformaður frönsku lækningavörusamtakanna.

Gunnar Jóhannson læknir hefur verið ráðinn yfirmaður læknasamskipta Kerecis. Gunnar starfaði áður hjá Betri Svefni sem sem hann stofnaði ásamt fleirum árið 2013 og hjá Heilsugæslunni í Garðabæ. Gunnar útskrifaðist sem læknir árið 2012.

María Kristinsdóttir hefur verið ráðinn viðskipta- og þjálfunarstjóri Kerecis. María starfaði áður sem hjúkrunarfræðingur og sem verkefnisstjóri hjá frumkvöðlakeppninni Gullegginu. María er hjúkrunarfræðingu og lauk nýverið námi í alþjóðamarkaðsfræði frá HÍ.

Gunnar og María tilheyra bæði sölu- og markaðssviði Kerecis sem staðsett er í McLean, Virginíu.