*

mánudagur, 22. apríl 2019
Fólk 28. ágúst 2018 14:34

Nýir starfsmenn til Origo

Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur fjölgað starfsfólki í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í takt við aukin umsvif.

Ritstjórn
Frá vinstri; Anna María, Unnur Sól, Róbert Marvin, Benedikt og Anna Laufey.
Aðsend mynd

Upplýsingatækifyrirtækið Origo hefur fjölgað starfsfólki í hugbúnaðargerð og stafrænum lausnum í takt við aukin umsvif.

,,Mikil eftirspurn er eftir ráðgjöf og þróun á stafrænni þjónustu, einkum í heilbrigðislausnum. Einnig eru aðrar lausnir, eins Caren bílaleigulausn, CCQ gæðastjórnunarlausn og öryggislausnir vaxandi þáttur í starfsemi okkar. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með því," segir Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna Origo.

Anna María Þorsteinsdóttir hefur verði ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í stafrænum þjónustulausnum. Anna María er með BS gráðu í viðskiptafræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur stafað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Landsbankanum undanfarin ár.

Unnur Sól Ingimarsdóttir hefur verið ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í stafrænum þjónustulausnum. Unnur er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem forritari hjá Arion banka og Reontech.

Róbert Marvin Gíslason hefur verið ráðinn hugbúnaðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum. Hann er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Róbert kemur frá Novamatic Lottery Solutions þar sem hann starfaði sem hugbúnaðarsérfræðingur. Áður starfaði hann hjá Sabre Iceland og Jeppesen AB við forritun.

Benedikt Blöndal hefur verið ráðinn hugbúnaðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum. Hann hefur lokið BS námi bæði í tölvunarfræði og stærðfræði frá Háskóla Íslands.

Anna Laufey Stefánsdóttir hefur verið ráðin hugbúnaðarsérfræðingur í heilbrigðislausnum. Hún er með BS í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Stikkorð: Origo
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim