*

miðvikudagur, 17. október 2018
Fólk 20. október 2017 16:50

Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi

Edda Sif Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri og Stefán B. Guðjónsson sem veitingastjóri á Argentínu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir hjá veitingastaðnum Argentínu steikhúsi við Barónstíg. Þessa dagana standa yfir ýmsar endurbætur á hinum rómaða veitingastað, sem fagnar brátt þrjátíu ára afmæli sínu.

Edda Sif Sigurðardóttir er nýr rekstrarstjóri Argentínu. Hún er fjármálaverkfræðingur að mennt og átti og rak Dúkkuhúsið Verzlun í Kringlunni og við Vatnsstíg um árabil. Edda hefur að undanförnu verið í fæðingarorlofi, en tekur nú við daglegri stjórn Argentínu.

Stefán B. Guðjónsson hefur verið ráðinn veitingastjóri Argentínu. Hann er útskrifaður framleiðslumeistari úr Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi og er einn þekktasti vínsérfræðingur þjóðarinnar.

Var hann lengi yfirþjónn á Argentínu, umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Vínsmakkarinn og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. hlotið oftar en einu sinni nafnbótina vínþjónn ársins og framleiðslumaður ársins. Stefán er eini starfandi þjónninn hér á landi, sem klárað hefur viðurkennt nám hjá Circle of Master Sommeliers.

Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.