*

mánudagur, 27. maí 2019
Fólk 14. nóvember 2018 15:24

Nýir stjórnendur í fjármálaráðuneytinu

Undanfarið hafa orðið talsverðar breytingar á stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Ritstjórn
Fjármálaráðuneytið
Haraldur Guðjónsson

Undanfarið hafa orðið talsverðar breytingar á stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja skrifstofustjóra:

Guðrún Þorleifsdóttir í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármálamarkaðar. Hún hefur verið í stjórnendahópi fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2011, síðustu þrjú ár sem settur skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar en frá árinu 2011 til 2015 sem staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu skattamála. Guðrún hefur leitt vinnu í fjölmörgum nefndum um skattamál og málefni fjármálamarkaðar og var um átta ára skeið formaður stjórnar tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Áður starfaði hún m.a. í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og sem deildarstjóri hjá ríkisskattstjóra. Guðrún útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998.

Helga Jónsdóttir í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu skattamála. Helga hefur starfað sem framkvæmdastjóri BSRB frá árinu 2006. Þar áður var hún sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um sjö ára skeið bæði á skrifstofu opinberra fjármála og á rekstrarsviði. Helga er hagfræðingur að mennt með meistaragráðu frá Háskólanum í Osló. Hún tekur við stöðunni 1. janúar 2019 af Maríönnu Jónasdóttur sem starfað hefur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 1988 og tekur við stöðu sendifulltrúa ráðuneytisins í Brussel 1. mars næstkomandi.

Guðrún Ögmundsdóttir hefur verið sett skrifstofustjóri rekstrarsviðs ráðuneytisins til eins árs. Guðrún hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Þar hefur hún verið leiðandi sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta og stýrt verkefnum í tengslum við þróun starfrænnar þjónustu og rekstur stofnana ríkisins. Þá var hún formaður verkefnisstjórnar um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðarlána. Guðrún var áður ráðgjafi hjá Capacent, sérfræðingur og fjárfestatengill hjá Landic Property hf., sérfræðingur hjá Kaupþingi banka hf. Þar áður starfaði Guðrún sem hagfræðingur á efnahagsskrofstofu fjármálaráðuneytisins frá 2002 til 2005. Guðrún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í fjármálum frá Cass Business School í London.

Sverrir Jónsson hefur verið fluttur í embætti skrifstofustjóra kjara- og mannauðssýslu ríkisins og tekur jafnframt við formennsku í samningarnefnd ríkisins. Sverrir tók árið 2013 við stöðu skrifstofustjóra rekstrarsviðs fjármála- og efnahagsráðuneytisins en gegndi stöðu staðgengils skrifstofustjóra frá 2011. Áður var hann starfsmaður starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 2006 og var þá einnig í samninganefnd ríkisins. Þar á undan var hann hagfræðingur á kjarasviði SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Sverrir lauk meistaraprófi í stjórnsýslufræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann útskrifaðist árið 2003 frá hagfræðideild Háskóla Íslands með atvinnulífsfræði sem aukagrein. Sverrir tekur við embættinu af Gunnari Björnssyni sem tekur við starfi sérfræðings á skrifstofu stjórnunar og umbóta og mun vinna að verkefnum er fela m.a. í sér endurskoðun lífeyrismála og regluverki opinbera vinnumarkaðarins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim