Hjörtur Bjarki Halldórsson, Níels Guðmundsson og Björn Óli Guðmundsson eru nýir meðeigendur í endurskoðunarfyrirtækinu  Enor ehf.

Hjörtur Bjarki útskrifaðir sem Cand.oecon. af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 2005 og lauk prófi til löggildingar endurskoðunarstarfa árið 2011. Hann hefur starfað við endurskoðun og tengda þjónustu frá árinu 2003. Hjörtur hefur starfað hjá Enor síðan árið 2012 og er forstöðumaður reikningsskilaþjónustu Enor. Maki hans er Matthildur Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn.

Níels útskrifaðist sem Cand.oecon. af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands árið 2007 og lauk prófi til löggildingar endurskoðunarstarfa árið 2009. Hann hefur starfað við endurskoðun og tengda þjónustu frá árinu 2006. Níels er forstöðumaður endurskoðunarsviðs Enor ásamt því að veita skrifstofu Enor á Húsavík forstöðu. Maki Níelsar er Arnlaug Davíðsdóttir og eiga þau þrjú börn.

Björn Óli útskrifaðist með M.Acc. gráðu af endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 2013 og lauk prófi til löggildingar endurskoðunarstarfa árið 2013. Hann hefur starfað við endurskoðun og tengda þjónustu frá árinu 2009. Björn Óli er forstöðumaður Enor í Reykjavík og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2012. Maki Björns er Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir og eiga þau þrjú börn.

Davíð Búi Halldórsson, eigandi og framkvæmdastjóri Enor segir að með innkomu nýrra meðeiganda festir Enor sig enn frekar í sessi í endurskoðunar og ráðgjafageiranum. Enor hefur ákveðna sérstöðu með höfuðstöðvar sínar á landsbyggðinni eða nánar tiltekið á Akureyri en félagið er einnig með skrifstofur í Reykjavík og á Húsavík.“