Framboðslisti Vinstri grænna í NA-kjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í gærkvöldi.

Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann, nú eins og stundum áður. Edward Hujibens, nýkjörinn varaformaður Vinstri grænna, er í fjórða sæti listans, en á undan honum í röðinni er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari.

Í heiðurssæti listans er Kristín Sigfúsdóttir, en hún er systir Steingríms,  sem er í fyrsta sætinu.  Þetta er síðasti listi Vinstri grænna sem lagður er fram, en þar með er Vinstri hreyfingin grænt framboð komin með samþykkta lista í öllum kjördæmum segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Þar er jafnframt talað um fjórða sæti listans í kjördæminu sem baráttusæti, en í kjördæminu eru 9 kjördæmakjörin sæti og eitt jöfnunarsæti.

Listinn er sem hér segir:

  1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum.
  2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði.
  3. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað.
  4. Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri.
  5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.
  6. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi.
  7. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri.
  8. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli.
  9. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum.
  10. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði.
  11. Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík.
  12. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri.
  13. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda, Björgum.
  14. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík.
  15. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og     sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.
  16. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði.
  17. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði.
  18. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík.
  19. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri.
  20. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri.