Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum veðskuldabréfasjóði, Landsbréfum - Veðskuldabréfasjóði slhf. Í frétt á vefsíðu Landsbréfa segir að sjóðurinn, sem verður ríflega 8,7 milljarðar að stærð, sé fagfjárfestasjóður sem muni fjárfesta í skuldabréfum með fasteignaveði.

Áætlað er að fjárfestingar verði fimm til tíu talsins og er því gert ráð fyrir að einstakar fjárfestingar verði tiltölulega stórar. Markmiðið sé að sjóðurinn verði öflugur aðili í langtímafjármögnun fasteigna. Hluthafar í Landsbréfum – Veðskuldabréfasjóði slhf. eru sextán talsins.