Nýr baðstaður og hótel mun koma til með að rísa í Þjórsárdal á næsta ári. Gert er ráð fyrir að verkefnið klárist árið 2022.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

Íslenskar heilsulindir sem Bláa lónið á 60% hlut í munu koma til með að eiga rétt um 50% í verkefninu en á móti þeim munu frumkvöðlanir Magnús Orri Scram, Elllert K. Scram og Ragnheiður B. Sigurðardóttir.

40 herbergja hótel

Um er að ræða baðlón sem verður alls 300 fermetrar og mun hótelið verða 40 herbergja. Kostnaður við framkvæmdirnar verður 4 milljarðar króna samkvæmt fjárhagsáætlunum.

Magnús Orri Scram einn þeirra frumkvöðla sem standa að verkefninu segir að framkvæmdin á verkefninu verði umhverfisvænni heldur en fólk hefur áður séð hérlendis.

Hann segir jafnframt að Þjórsárdalurinn hafi setið eftir í ferðamannabylgjunni og muni verkefnið stuðla að því að staðurinn verði eins konar miðstöð fyrir þá sem eiga leið um svæðið.