*

mánudagur, 22. apríl 2019
Fólk 26. október 2015 09:26

Svanþór nýr fjármálastjóri hjá Pipar\TBWA

Svanþór Laxdal hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Pipar\TBWA.

Ritstjórn
Svanþór Laxdal, nýr fjármálastjóri hjá Pipar\TBWA.
Aðsend mynd

Svanþór Laxdal hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA en hann hóf störf í byrjun októbermánaðar. Svanþór tekur við starfinu frá Önnu Svövu Sverrisdóttur sem hættir eftir um 25 ár í starfi.

Svanþór nam viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Svanþór hefur auk þess víðtæka reynslu úr auglýsingageiranum en þar hefur hann starfað í um 11 ár, þar af tíu ár hjá Expo auglýsingastofu og eitt ár hjá Vert - markaðsstofu.

,,Mér finnst gaman að takast á við ný og krefjandi verkefni og vinna í skapandi umhverfi með ólíkum einstaklingum og það er óhætt að segja að starfsfólkið á Pipar sé skapandi og kraftmikið, sem mun gæða lífi í starfið mitt,” segir Svanþór.

Stikkorð: Pipar\TBWA
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim