*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 2. október 2015 10:20

Ægir nýr forstjóri Advania

Ægir Már Þórisson er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Gestur Gestsson mun fylgja eftir vexti á Norðurlöndum.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Advania tilkynnti fyrir stuttu að það hefði ráðið nýjan forstjóra en Ægir Már Þórisson tekur við að Gesti G. Gestssyni. Breytingarnar voru kynntar á fundi með starfsmönnum í morgun.

Gestur mun einbeita sér að starfi forstjóra Advania Norden til að fylgja eftir auknum vexti félagsins á Norðurlöndum. Starfsemi Advania hefur aukist mikið á Norðurlöndunum á síðustu árum en fyrirtækið er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og er stefna eigenda að efla starfsemina þar enn frekar.

Ægir hefur starfað hjá Advania frá árinu 2011 og hefur síðustu tvö ár verið framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála. Hann er menntaður sem vinnusálfræðingur en hann hefur áður starfað sem ráðgjafi, mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri hjá Capacent.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir Ægir Már að „Það eru spennandi tímar framundan hjá Advania á Íslandi og mikil tækifæri sem blasa við. Með þessari breytingu ætlum við að skerpa áherslur okkar á innanlandsmarkaði.“

Stikkorð: Advania
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim