Hrafhildur Sif Sverrisdóttir, sem hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í tæp 13 ár, hefur verið ráðin forstöðumaður veflausna hjá Advania. Hún gengdi síðast starfi deildarstjóra viðmótslausna og hönnunar á veflausnasviði.

Áður starfaði Hrafnhildur sem verkefnastjóri hjá Árvakri, D3 og þar á undan sem kortagerðasérfræðingur hjá Landmati og verkfræðistofunni Hnit. Hrafnhildur hefur lokið meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og í landakortagerð frá þýska tækniháskólanum í Karlsruhe.

Veflausnasvið Advania er sívaxandi hluti af starfsemi fyrirtækisins segir í fréttatilkynningu. Sérfræðingar á sviðinu veita ráðgjöf um alla þætti stafrænna lausna og þar býr mikil þekking á þarfagreiningum, viðmótshönnun, grafískri hönnun og markaðstólum. Veflausnasvið sér meðal annars um að forrita sérlausnir, innri vefi, vefverslanir og þjónustugáttir.

„Það felst mikið öryggi í því að geta sótt reynslumikinn stjórnanda eins og Hrafnhildi til að leiða veflausnasvið Advania. Að fá stjórnanda sem kemur inn svo að segja hlaupandi er mikill kostur þar sem allt er á fleygiferð í hinum stafræna heimi um þessar mundir,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania.