*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Fólk 24. september 2018 14:28

Nýr forstöðumaður lánastýringar

Pétur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður lánastýringar hjá viðskiptabankasviði Íslandsbanka.

Ritstjórn
Pétur Aðalsteinsson er nýr forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslandsbanka.
Haraldur Guðjónsson

Pétur Aðalsteinsson er nýr forstöðumaður yfir lánastýringum hjá Viðskiptabanka Íslandsbanka.

Pétur hefur starfað sem lánastjóri í útibúi bankans á Selfossi síðustu fimm ár en áður starfaði hann meðal annars sem sérfræðingur í lánaeftirliti og á fyrirtækjasviði Íslandsbanka, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Byrs og forstöðumaður eignastýringar VBS fjárfestingabanka.

Pétur er með B.A. próf í hagfræði, próf í verðbréfaviðskiptum og B.S. próf í landafræði frá Háskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Birgi Runólfssyni sem lætur af störfum hjá bankanum og flytur til Úkraínu þar sem hann tekur við ráðgjafastarfi á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.