Berta Daníelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Berta hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Marel síðastliðin 18 ár og nú síðast sem rekstrarstjóri Marel í Seattle í Bandaríkjunum. Berta er með meistaragráðu í stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja frá Háskólanum á Akureyri. Hún er ein af stofnendum félagsins Konur í sjávarútvegi.

Berta tekur við starfinu hinn 15. nóvember næstkomandi af Þór Sigfússyni stofnanda og eiganda Íslenska sjávarklasans. Þór mun starfa áfram að nýsköpunarverkefnum sem klasinn hefur sett á laggirnar ásamt því að vera áfram stjórnarformaður.

Sjá nánar á vef Íslenska sjávarklasans.