Hið nýja fley Augustson ehf,  Gullhólmi SH 201, landaði á Siglufirði í gær, að því er fram kemur á vefnum skoger.123.is. Var þetta fyrsta löndun Gullhólma SH en báturinn var afhentur nú á dögunum eins og fram hefur komið í Fiskifréttum.

Var aflinn rúm 10-12 tonn af slægðum þorski, en um 1700 kg fóru á markað. Að sögn Sigurðar skipstjóra reyndist báturinn mjög vel og virkaði allt sem skyldi og svo bætti hann við " 7-9-13 ", segir ennfremur á  skoger.123.is. Sjá nánar myndir af löndun Gullhólma HÉR