*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 27. ágúst 2018 19:15

Nýr mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu

Seðlabankinn hefur gefið út nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu sem ber heitið Sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs.

Ritstjórn
Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri.
Gígja Dögg Einarsdóttir

Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjan mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu.

Í tilkynningu á vefsíðu seðlabankans kemur fram að nýlega hafi seðlabankar Kanada og Noregs kynnt til sögunnar nýja mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu, sem byggi á einföldu þáttalíkani.Samskonar mælikvarði hafi nú verið búinn til fyrir íslenska verðþróun, undir heitinu Sameiginlegur þáttur vísitölu neysluverðs.

Heitið er sagt vísa í hlutverk mælikvarðans, sem sé að finna sameiginlegan þátt undirvísitalna, og meta þannig undirliggjandi verðbólgu, með því að skilja sértækar verðbreytingar einstakra undirliða frá.

Um hinn nýja mælikvarða var gefin út rannsóknarritgerð á ensku eftir þær Aðalheiði Ósk Guðlaugsdóttur og Lilju Sólveigu Kro, sem nálgast má á vefsíðu seðlabankans.

Stikkorð: Seðlabanki Íslands
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim