Fréttavefurinn Nútíminn fór í loftið klukkan 6.59 í morgun. Ritstjóri og stofnandi Nútímans er Atli Fannar Bjarkason, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu og ritstjóri Monitor. Hann stýrir útvarpsþættinum Laugardagskaffið á X977 og skrifar reglulega Bakþanka í Fréttablaðið. Hann var síðast aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar. Það er Fálki útgáfa sem rekur Nútímann . Útgáfan er í eigu Atla Fannars.

Fram kemur á vef Nútímans að ásamt fréttum birti Nútíminn pistla. Tónlistarkonan Alma Goodman skrifar fyrsta pistilinn frá Los Angeles. Aðrir pistlahöfundar eru Logi Pedro, Björg Magnúsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Bragi Valdimar Skúlason, Þorsteinn Guðmundsson, Dóri DNA og fleiri.