Tilraunaveiðar á hörpudiski í Breiðafirði standa nú yfir á Hannesi Andréssyni SH og hefur aflinn verið ágætur að því er Bergur Garðarsson skipstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir. Aflinn hefur verið um 5 til 8 tonn í veiðiferð. Hörpudiskurinn er veiddur í nýjan og endurbættan plóg.

Bergur sagði að þeir hefðu verið í rannsóknum með Hafrannsóknastofnun í 10 daga fyrrihluta september en síðan hefðu tilraunaveiðarnar hafist 23. september. „Við höfum gert plóginn að einbyrðingi og létt hann úr 1.300 til 1.400 kílóum niður í um 690 kíló. Nýi plógurinn fer ekki eins illa með botninn og sá gamli en veiðir samt mjög vel,“ sagði Bergur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.