*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Fólk 19. apríl 2016 13:16

Nýr ritstjóri Hringbrautar miðla

Hringbraut miðlar hafa ráðið Sigurjón Magnús Egilsson í starf ritstjóra allra miðla Hringbrautar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hringbraut miðlar hafa ráðið Sigurjón Magnús Egilsson í starf ritstjóra allra miðla Hringbrautar, það er sjónvarp, útvarp og netmiðil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu miðilsins í dag.

Sigurjón hefur um árabil stýrt einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, Sprengisandur á Bylgjunni. Auk þess að verða ritstjóri allra miðla Hringbrautar mun Sigurjón taka virkan þátt í dagskrá útvarps og sjónvarps Hringbrautar og eins mun hann skrifa á vefinn hringbraut.is.

Aðrir helstu stjórnendur Hringbrautar miðla eru Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri sjónvarps, Björn Þorláksson, fréttastjóri hringbrautar.is, Guðmundur Örn Jóhannsson, útgefandi og stjórnarformaður og Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim