*

föstudagur, 18. janúar 2019
Fólk 19. apríl 2016 13:16

Nýr ritstjóri Hringbrautar miðla

Hringbraut miðlar hafa ráðið Sigurjón Magnús Egilsson í starf ritstjóra allra miðla Hringbrautar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hringbraut miðlar hafa ráðið Sigurjón Magnús Egilsson í starf ritstjóra allra miðla Hringbrautar, það er sjónvarp, útvarp og netmiðil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu miðilsins í dag.

Sigurjón hefur um árabil stýrt einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, Sprengisandur á Bylgjunni. Auk þess að verða ritstjóri allra miðla Hringbrautar mun Sigurjón taka virkan þátt í dagskrá útvarps og sjónvarps Hringbrautar og eins mun hann skrifa á vefinn hringbraut.is.

Aðrir helstu stjórnendur Hringbrautar miðla eru Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri sjónvarps, Björn Þorláksson, fréttastjóri hringbrautar.is, Guðmundur Örn Jóhannsson, útgefandi og stjórnarformaður og Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri.