„Við ætlum að koma úr svolítið annarri átt og hugsum þetta öðruvísi en bankarnir,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, um óverðtryggð íbúðalán sem sjóðurinn hyggst bjóða í haust. „Það auðvitað skýrir það líka að við erum að taka dálitinn tíma í þetta. En í okkar huga eru breytilegir vextir ekki valkostur í húsnæðislánum hér á Íslandi.“ Hann segist þó fullviss um að óverðtryggð lán séu komin til að vera.

Sigurður telur breytilega vexti ekki valkost á íslenskum lánamarkaði og fullyrðir að óverðtryggð kjör verði boðin til lengri tíma en bankarnir hafa gert. Hann vill þó ekki gefa nánari upplýsingar um lánakjörin sem hann segir ekki verða ákveðin nákvæmlega fyrr en að skuldabréfaútboði loknu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.