*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Fólk 20. nóvember 2018 12:56

Nýr viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI

Gunnar Sigurðarson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI og hefur þegar hafið störf.

Ritstjórn
Gunnar Sigurðarson nýr viðskiptastjóri framleiðslusviðs SI.
Aðsend mynd

Gunnar Sigurðarson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI og hefur þegar hafið störf.

Gunnar er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í stjórnsýslufræðum, einnig frá Háskóla Íslands. 

Gunnar hefur starfað hjá Íslandsstofu síðustu ár sem verkefnastjóri ferðaþjónustu og skapandi greina. Áður hefur hann starfað við dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu, sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd og sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.