Í skýrslu sem unnin var fyrir KSÍ koma fram hugmyndir um að hótelbyggingu og íþróttaháskólastarfsemi verði á svæðinu. Auk þess eru uppi hugmyndir um að hafa færanlegt þak á vellinum. Frá þessu greindi Viðskiptablaðið fyrst frá. Í skýrslu Borgarbrags, er velt upp hugmyndinni hvort að hægt sé að byggja fjölnota þjóðarleikvangs í Laugardal, sem uppfyllir nútímakröfur til knattspyrnuiðkunar.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafði áður sagt í viðtali við Viðskiptablaðið að það væri aðeins tímaspursmál um hvenær völlurinn myndi rísa. Nú hefur skýrslan verið gerð opinber ásamt fylgiskjölum .

Óánægja með núverandi fyrirkomulag

Aðdragandi málsins er sá að óánægja var um málefni vallarins. Reykjavíkurborg sem á stærstan hluta í vellinum þurfti að greiða undir völlinn og því koma fram hugmyndir um að gjörbreyta rekstrarformi vallarins svo að hann gæti staðið undir sér eða skilað hagnaði til lengri tíma.

Ráðgjafafyrirtækið Borgarbragur, vann að gerð skýrslunnar fyrir KSÍ. Nýlega tók borgarráð Reykjavíkurborgar skýrsluna fyrir. Þar var hún samþykkt og nú munu formlegar viðræður við KSÍ og ríkið um aðkomu borgarinnar að nýja Laugardalsvellinum.

Gjörbreyta rekstrarfyrirkomulagi

Hugmyndin er að gjörbreyta rekstrarumhverfi vallarins þannig að hann verði arðbær og óháður aðkomu ríkis og Reykjavíkurborgar eins og kostur er segir í skýrslunni. Ef að völlurinn yrði rétt uppbyggður þá myndi það hafa jákvæð áhrif á rekstur KSÍ og mynda nýjan tekjugrunn sem kæmi til með að styrkja undir stoðir sambandsins.

Þar koma einnig fram hugmyndir um að uppbyggingin gæti skapað sérstöðu þegar kemur að tónleikahaldi og stærri íþróttaviðburðum á landsvísu. Hugmyndin er að gera rekstur vallarins sjálfbæran með uppbyggingu á hinni ýmsu starfsemi, til að mynda með hótelstarfsemi og íþróttaháskólastarfsemi Háskóla Íslands. Þá yrði einnig aðstaða fyrir einkaaðila til þess að hefja rekstur á hóteli og fara út í annan rekstur, sem er óskilgreindur að svo stöddu.

Nýr frjálsíþróttavöllur?

Nokkrar deilur eru þó um hlaupabraut og frjálsíþróttaaðstöðu sem staðsett er á vellinum. Frjálsíþróttahreyfingin vill hins vegar ekki gera breytingar nema að nýr frjálsíþróttavöllur verði byggður. Því þyrfti að finna nýja staðsetningu fyrir frjálsíþróttavöll, ef farið væri í þessar framkvæmdir.

Þó ber að taka fram að ekkert af þessum hugmyndum hafa verið formlega samþykktar enn.