Ingvar Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka en hann hefur starfað við skuldabréfamiðlun hjá bankanum frá árinu 2009.

Áður en Ingvar kom til starfa hjá Íslandsbanka starfaði hann hjá fyrirtækinu Framverðir ráðgjöf. Þar áður stýrði hann  gjaldeyrisafleiðubók

Landsbankans og starfaði í Greiningardeild Íslandsbanka. Ingvar er með MS og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og með próf í verðbréfamiðlun.