Fjárfestingarbankadeild Deutsche bank í Bandaríkjunum er farin að beita nýstárlegri aðferð við að velja starfsmenn til að ráða til starfa.

Sömu aðferðir og stefnumótunarsíður

Nýta þeir greiningaraðferðir ekki ósvipaðar þær sem stefnumótasíður bjóða upp á til að greina eiginleika umsækjanda og bera þá saman við sem best gerist í eiginleikum starfsmanna sinna.

Eru væntingar fyrirtækisins að með þessari aðferð geti bankinn ráðið starfsfólk með fjölbreyttari bakgrunn sem starfi lengur hjá bankanum.

Jafnari tækifæri umsækjenda

Í mikilli samkeppni um besta og gáfaðasta starfsfólkið hafa fjárfestingarbankar reynt að meta umsækjendur byggt á námsárangri, hvað það gerir í frítíma sínum og persónuleikaeiginleikum í meira en áratug. Er búist við að með aðferðinni fái þeir umsækjendur jafnari tækifæri sem koma úr háskólum sem bankinn virti áður að vettugi.

„Þú getur ekki svindlað á kerfinu,“ sagði Noel Volpe starfsmaður bankans um 20 mínútna langt hegðunarprófið. „Við höfum beðið eldri starfsmenn um að reyna að svindla á því og það grípur fólk samt sem áður.“

Hegðunarmynstur greind

Það sem kerfið reynir að átta sig á eru hegðunarmynstur eins og hvernig fólk bregst við átökum, hvort það séu leiðtogar eða fylgjendur, hvort það skapi eitthvað nýtt, eða aðlagist umhverfi sínu.

Fyrirtækið sem sér um prófið, Koru, segir ekki vera nein rétt eða röng svör, og engin pólitísk rétt svör, einungis samanburður umsækjenda við þá sem skara fram úr í fyrirtækjunum sem eru að ráða.

Fyrirtæki sækjast eftir mismunandi eiginleikum

„Við höfum aldrei fengið fyrirtæki sem segjast ekki trúa þessu,“ segir framkvæmdastjóri Koru, Kristen Hamilton.

Segir hún að það sem fyrirtækin séu að sækjast eftir sé mismunandi fyrir hvert fyrirtæki, og sé jafnvel mismunandi innan sama geirans. Sum fyrirtæki sækja sérstaklega eftir ákveðnum eiginleikum, önnur vilja meira jafnvægi ákveðinna eiginleika.

Gagnabanki 30 þúsund umsækjenda

Fyrirtækið vinnur með mörgum öðrum viðskiptavinum, eins og McKinsey, Reebok, LingedIn og Airbnb, sem hefur gert þeim kleyft að byggja upp gagnabanka 30 þúsund umsækjenda.

Þessir umsækjendur eru svo að hjálpa Deutsche bank að leysa vandamál sem margar fjármálastofnanir eru að sækjast eftir, hvernig á að finna hæfileikafólk úr þeim þúsundum háskóla sem eru í Bandaríkjunum.

Nemendur úr bestu skólunum forðast fjármálageirann

Vandamálið hefur orðið enn meira áberandi síðan efnahagshrunið varð þegar margir útskriftarnemendur úr bestu háskólunum hafa forðast að fara að vinna í fjármálageiranum.

Aðrar bandarískar fjármálastofnanir hafa sýnt aðferð Deutsche bank áhuga, og viðurkenna margar galla í hefðbundnum aðferðum þeirra sem byggja á að treysta á meðaleinkunn og úr hvaða skólum fólk kemur.