Nýjustu ársreikningar fjögurra af stærstu fiskeldisfyrirtækjum landsins eru frá 2014 og er samandregnir þannig að upplýsingarnar eru takmarkaðar. Þrjú fyrirtækjanna skiluðu samanlögðu tapi það ár upp á 835 milljónir en Fiskeldi Austfjarða hagnaðist um 559 milljónir. Líklegasta skýringin á hagnaðinum er sú að birgðastaðan var endurmetin og jókst verðmætið um ríflega milljarð milli áranna 2013 og 2014.

Árið 2014 fékk Arnarlax nýtt hlutafé upp á 912 milljónir króna og innborgað hlutafé Dýrfisk, sem í dag heitir Arctic Sea Farm, nam 1.930 milljónum króna. Fjarðalax tapaði mestu eða 425 milljónum og eigið fé fór úr 120 milljónum króna árið 2013 í að verða neikvætt um 59 milljónir árið 2014. Líffræðilegar eignir Fjarðalax voru metnar á 1,9 milljarða króna í lok árs 2014.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .