Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt deiliskipulag fyrir nýtt hverfi með allt að 300 íbúðum og fjölbreyttri þjónustu og atvinnustarfsemi sem mun rísa á Kirkjusandi. 

Nýja hverfið á Kirkjusandi verður með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Þar af mun Reykjavíkurborg ráðstafa 150 íbúðum en hluti af þeim verða leiguíbúðir. Í tilkynningu frá borginn segir að íbúðir verði misstórar og henti jafnt einstaklingum sem stærri fjölskyldum. Gott aðgengi verði tryggt til að fólk með skerta hreyfigetu geti búið á og ferðast um svæðið.

Skipulagssvæðið spannar nú tvær lóðir, Kirkjusand 2 og Borgartún 41 en með breyttu deiliskipulagi verða til níu lóðir á svæðinu.