*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 18. júní 2018 12:50

Nýtt samstarf á sviði nýsköpunartækifæra

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Matís hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði nýsköpunartækifæra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Matís hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði nýsköpunartækifæra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Matís er leiðandi rannsóknarfyrirtæki í líftækni- og matvælaiðnaði og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður á sviði sprota- og nýsköpunarfjárfestinga. Er samstarf af þessu tagi tiltölulega nýtt af nálinni. 

„Báðir aðilar binda vonir við að ný fjárfestingarverkefni spretti af samstarfinu og sprotafyrirtækjum fjölgi á því sviði sem Matís ohf. sérhæfir sig sérstaklega, í sjávarútvegi og í landbúnaði og öðrum hlutum lífhagkerfisins. Þar hefur átt sér stað mikil þróun á undanförnum árum og má ætla að í því öfluga umhverfi sem samstarf Nýsköpunarsjóðsins og Matís skapar muni sú þróun halda áfram,“ segir í tilkynningu.