Félag atvinnurekenda hyggst stofna sérstakt Viðskiptaráð Íslands og ESB. Tilgangur ráðsins er að fjalla um viðskipti milli Íslands og Evrópusambandsins og þrýsta á að viðskiptin gangi greiðlega í samræmi við ákvæði EES samninga og annarra samninga.

Verður stofnfundur viðskiptaráðsins haldinn 17. apríl næstkomandi samhliða málþingi sem félagið heldur um viðskipti milli ríkjasambandsins og Íslands í samstarfi við sendinefnd ESB á Íslandi. Nú þegar rekur félagið þrjú tvíhliða viðskiptaráð, það er Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið og Íslensk-taílenska viðskiptaráðið.

„Ýmis mál sem varða þessi viðskipti þarfnast úrlausnar,“ segir Magnús Óli Ólafsson formaður FA á heimasíðu félagsins. „Stofnun sérstaks viðskiptaráðs vegna viðskipta Íslands og ESB gefur okkur ekki síst betri aðgang að framkvæmdastjórn ESB og öðrum stofnunum sambandsins.“

Bjarni nefnir þrjú átriði sem hann segir mikilvægt að ráðið sinni, það er EES samningurinn og framfylgni hans, nýjan samning um gagnkvæm viðskipti með landbúnaðarvörur og loks ýmis álitaefni vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu.