*

föstudagur, 22. mars 2019
Innlent 20. febrúar 2018 14:15

Litlu munaði hjá flugfreyjum Wow

Flugfreyjur Wow air felldu nýgerðan kjarasamning við flugfélagið vegna breytinga á vinnuframlagi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Orri Þrastarson varaformaður flugfreyjufélagsins segir ástæðu þess að félagsmenn felldu nýgerðan kjarasamning við Wow air vera að greinilega hafi ekki allir verið á eitt sáttir með þær kerfisbreytingar sem í samningunum fólust.

„Það er verið að breyta vinnuframlaginu og hvernig við hugsum upp vinnuframlagið,“ segir Orri sem staddur var meðal annars á fundi með Berglindi Hafsteinsdóttur formanni félagsins þegar blaðamaður náði í hann. Telur hann mögulega óánægju með kerfisbreytingar í samningunum ástæðu þess að samningurinn var felldur en mjótt var á mununum, eða um 54% á móti.

„Við í stjórn félagsins erum núna að meta stöðuna en það er ljóst að það þarf að endurskoða framhaldið og stjórn félagsins skoðar að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.“