*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 23. júní 2017 11:15

Óánægja með störf forseta eykst

Óánægja með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands eykst á milli mælinga en mælist þó enn einungis 5,1%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ánægja landsmanna með störf Guðna Th. Jóhannessonar, sem forseta Íslands, mælist nú 81,1% og hefur minnkað lítillega frá því hún náði hámarki 85% í apríl og 83,9% í maí. Óánægja með störf forsetans hefur aukist og mældist 5,1% samanborið við 2,8% í síðustu mælingu. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem skoðaði ánægju landsmanna með störf Guðna Th.

Fleiri konur en karlar sögðust vera ánægðar með störf forsetans eða 86%, samanborið við 77% karla. Ánægja fólks með störf forseta reyndist mismunandi þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka. Mest var ánægjan með störf forsetans hjá stuðningsfólki Samfylkingarinnar, eða 96%. Stuðningsfólk Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins reyndust almennt ekki vera jafn ánægð með störf forsetans. 

Stikkorð: Forseti Íslands störf ánægja
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim