Barack Obama hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að fallast á að halda 400 þúsund dollara eða 43 milljón króna ræðu fyrir banka á Wall Street. Frá þessu er greint í frétt BBC.

Obama samþykkti að halda ræðu á ráðstefnu Cantor Fitzgerald þar sem umræðuefnið er heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum. Ráðstefnan verður haldinn næstkomandi september.

Árið 2009 sagði Obama í viðtali við CBS: „Ég bauð mig ekki fram til þess að hjálpa ríkisbubbum og bankamönnum á Wall Street.“ Cantor Fitzgerald er fjárfestingarbanki á Wall Street.

Hillary Clinton, sem tapaði í forsetakosningum gegn Donald Trump, hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ræður sem hún hélt fyrir Goldman Sachs fjárfestingabankann. Hún hlaut þó einungis 225 þúsund dollara fyrir erfiðið.