*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Sjónvarp 9. mars 2018 18:27

Obama hjónin í viðræðum við Netflix

Hjónin hafa einnig verið í viðræðum við Apple og Amazon um gerð efnis.

Ritstjórn
epa

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú sagður í viðræðum við streymisþjónustuna Netflix um gerð sjónvarpsþáttar.

Á vef Financial Times segir að efni þáttanna gætu verið kappræður eða heimildarþættir. Enginn samningur liggur formlega fyrir en Obama hjónin hafa einnig verið í viðræðum við Apple og Amazon um gerð svipaðs efnis. 

Ef Netflix hlýtur samninginn við Obama hjónin er það talið til marks um að völdin og áhrifin séu að færast til efnisveita á netinu og frá hinum hefðbundnari sjónvarpsmiðlum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim