*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Erlent 4. apríl 2011 10:18

Obama tilkynnir um framboð

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að bjóða sig fram að nýju fyrir forsetakosningarnar 2012.

Ritstjórn

Barack Obama hefur tilkynnt um framboð til forseta Bandaríkjanna árið 2012. Obama lýsti yfir að hann sækist eftir endurkjöri með myndbandi á heimasíðu sinni, barackobama.com. Þá var tölvupóstur sendur til stuðningsmanna hans.

Fjallað er um framboðið á erlendum miðlum í dag. Það kom fáum á óvart og er búist við að aðstoðarmenn Obama fylli út formlega pappíra um framboð á allra næstu vikum.