Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamesti maður heims, að mati tímaritsins Forbes. Tímaritið birti í dag lista yfir 70 valdamestu einstaklinga heimsins.

Þjóðarleiðtogar skipa sér í efstu sæti listans. Í öðru sæti er Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, og Hu Jintao, forseti Kína, er í því þriðja. Angela Merkel, kanslari Þýskalands er í fjórða sæti. Hún er efst kvenna á listanum.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er í 5. sæti. Annað tölvugúru kemst á topp tíu listann, en í 9. sætinu situr Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.

Aðrir á topp tíu eru Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur Sádi-Arabíu, í 6. sæti, Benedikt XVI páfi í 7. sæti og Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna í því næsta. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er að mati Forbes 10. valdamesti maður heims.

Listi Forbes .