Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á hvalveiðiskipum Hvals hf. við Reykjavíkurhöfn undanfarið. Að sögn Kristján Loftssonar, eiganda Hvals er þetta einungis hefðbundið viðhald sem nauðsynlegt er fyrir eðlilegt viðhald skipanna.

„Þetta er bara venjulegt viðhald sem þarf að gera á hverju ári. Ef maður er með skip þá lætur maður þau ekki grotna niður, það eitt það fyrsta sem maður passar sig á. Það var komið á tíma að skipta um nokkrar plötur sem voru alveg komnar í gegn.“

Kristján hafði áður gefið það út að ekkert yrði veitt af hval í sumar vegna mikilla hindrana Japana við að koma vörunum á markað þar í landi. Kristján segir að ekkert hafi breyst varðandi þau áform, einungis sé verið að halda skipunum við. „Við förum ekkert í sumar,“ segir Kristján.