Sjálfkjörið verður í stjórn Eimskipafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn verður fimmtudaginn 23. mars næstkomandi.

Frambjóðendurnir eru allir núverandi stjórnarmenn en þeir eru:

  • Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður hjá Logos, en hún er hlutlaus stjórnarmaður og hefur hún setið í stjórninni síðan 3. apríl 2013.
  • Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Veritas Capital ehf. og stjórnarformaður Stefnir hf., og er hún einnig hlutlaus stjórnarmaður en hún hefur setið í stjórninni síðan 3. apríl 2013.
  • Lárus L. Blöndal, lögmaður hjá Juris, er einnig hlutlaus stjórnarmaður þó hann eigi 3.190 hluti í félaginu. Hann hefur setið í stjórninni síðan 27. mars árið 2014.
  • Richard Winston Mark d´Abo, sem býr í Bandaríkjunum, er meðeigandi hjá The Yucaipa Companies LLC, en Yucaipa Funds eiga um 50,6 milljón hluti í félaginu. Hann hefur verið í stjórninni síðan 23. september 2009.
  • Víglundur Þorsteinsson, sem er stjórnarformaður í Lindarflöt ehf., er einnig hlutlaus stjórnarmaður og hefur hann verið í stjórn síðan 3. apríl 2013

Í Varastjórn sitja svo:

  • Jóhanna á Bergi, sem býr í Færeyjum, en hún er framkvæmdastjóri Atlantic Airways, og var hún framkvæmdastjóri Faroe Ship, sem var dótturfélag Eimskipa frá 2006 til 2015. Hún er hlutlaus stjórnarmaður en hún hefur verið í varastjórninni frá 3. apríl 2013.
  • Marc Jason Smernoff, sem býr í Bandaríkjunum, er einn helsti stjórnandi Amercold Realty Trust, og er hann tendur Yucaipa Funds, sem eins og áður segir eiga 50,6 milljón hluti í félaginu.