Búast má við því að vaxtastig verði lágt á evrusvæðinu um langt skeið, að sögn Mario Draghi aðalseðlabankastjóra evrópska seðalbankans. Hann sagði á vaxtaákvörðunarfundi bankans þar sem greint var frá því að vöxtum yrði haldið áfram óbreyttum í 0,5% að ekki sé búið að tímasetja vaxtahækkun í skugga skuldakreppunnar. Bloomberg-fréttaveitan segir horft til þess að lágt vaxtastig nýtist evrópskum fjármálamörkuðum og ýti undir efnahagsbatann þar.

Vaxtaákvörðunin kom síður en svo á óvart.