*

mánudagur, 10. desember 2018
Erlent 1. nóvember 2017 19:02

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Búist er við að Trump tilkynni um eftirman Janet Yellen seðlabankastjóra á næstu dögum.

Ritstjórn
epa

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í samræmi við væntingar markaðsaðila og greinenda að því er kemur fram á vef BBC. Stýrivextir verða því áfram á bilinu 1%-1,25% en seðlabankinn hefur hækkað vexti tvívegis í samræmi við bætta efnahagsstöðu. 

Væntingar eru uppi um að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni tilkynna um eftirmann Janet Yellen seðlabankastjóra á næstu dögum og jafnvel á morgun en Jerome Powell þykir líklegastur til þess að verða fyrir valinu. 

Seðlabankinn hefur jafnframt gefið til kynna að hann hyggist halda áfram vaxtahækkunum en markaðsaðilar telja að vextir verði aftur hækkaðir í desember, í þriðja sinn á árinu.