Þorskkvótinn í Barentshafi hefur verið ákveðinn 890 þúsund tonn á næsta ári samanborið við 894 þúsund tonn í ár. Í hlut Noregs koma rétt um 400 þúsund tonn. Þetta er niðurstaða norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar sem lokið hefur störfum.

Ýsukvótinn verður 233 þúsund tonn, grálúðukvótinn 24 þús. tonn og úthafskarfi 30 þús. tonn. Engar loðnuveiðar verða leyfðar á árinu 2017.

Eins og fram kom í Fiskifréttum nýlega bundu hagsmunaðilar vonir við að þorskkvótinn í Barentshafi yrði aukinn í næstum milljón tonn í samræmi við ráðleggingar vinnuhóps innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), en opinber ráðgjöf ICES var sú að kvótinn yrði minnkaður í 805 þús. tonn. Norsk-rússneska fiskveiðinefndin hefur greinilega ákveðið að fara bil beggja.

Sjá nánar HÉR.