*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 18. nóvember 2016 10:35

Óbyggðasetur Íslands verðlaunað

Óbyggðasetur Íslands hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2016.

Ritstjórn
Davíð Torfi Ólafsson, stjórnarmaður í SAF, María Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og hjónin Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson eigendur Óbyggðaseturs Íslands.
Aðsend mynd

Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Óbyggðasetrinu verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á KEX Hostel föstudaginn 11. nóvember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SAF.

Samtök ferðaþjónustunnar veita nýsköpunarverðlaunin árlega fyrir athyglisverðar nýjungar og er því markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar.

„Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela og stjórnarmaður í SAF, stýrði athöfninni og gerði María Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, grein fyrir niðurstöðu dómnefndar. Dómnefndina skipuðu auk Maríu þau Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og fulltrúi fyrirtækja innan SAF og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála,“ segir í tilkynningunni.

Sterk upplifun

„Í umsögn dómnefndar um Óbyggðasetur Íslands segir að sterk upplifun gegni lykilhlutverki í ferðaþjónustu samtímans og æ ríkari áhersla sé lögð á vöruþróun og nýsköpun sem miðar að því að skapa umhverfi sem stuðlar að innihaldsríkri upplifun ferðamannsins – eitthvað sem gerir ferðalagið merkingarbært og eftirminnilegt. Lykilatriðið sé að skapa hughrif, skapa stemningu og andrúmsloft sem fangar gestinn. Slíkt sé ekki hrist fram úr erminni heldur byggi upplifunarhönnun á vel ígrundaðri vinnu sem endurspeglist á öllum stigum þjónustunnar,“ kemur einnig fram.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim