*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 30. september 2017 17:21

Oddvitar Flokks fólksins kynntir

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstu Alþingiskosningar, og Ólafur Ísleifsson verður oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Ritstjórn
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Haraldur Guðjónsson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, verður oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstu Alþingiskosningar. Þá mun Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst, leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkur fólksins kynnti nú síðdegis oddvita framboðslista flokksins á fundi sem haldinn var í Háskólabíó.

Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður BÓTar, samtaka um bætt samfélag fyrir lífeyrisþega, verður oddviti Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum og fyrrverandi skólastjóri Lögregluskóla Íslands, er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi ritstjóri landshlutafréttablaðsins Vesturlands, verður oddviti í Norðvesturkjördæmi. Þá verður Sr. Halldór Gunnarsson, fyrrverandi prestur og bóndi undir Holti, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru nýir oddvitar á listum flokksins.

Flokkur fólksins mælist með 10,1% fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.