Sitthvað hefur verið skrafað og skrifað um öfgar upp á síðkastið, en menn verða sjálfsagt á einu máli um hvað skuli teljast öfgar, nema hvað að þær eigi við um skoðanir annarra.

Það er hins vegar fróðlegt að athuga hvernig íslenskir fjölmiðlar hafa notað orðið í fréttaskrifum og hvert þeir kenna öfgarnar. Aðeins var kannað hvort öfgarnar væru kenndar til hægri eða vinstri, þó vissulega sjáist stundum fleiri ásar í öfgunum. Þá er rétt að hafa í huga að inni í þessu eru ekki erlendar fréttir, en hins vegar skoðanagreinar, sem stundum víkja að útlöndum í þessu samhengi.

Með ólíkindum hlýtur að teljast hversu eindregið öfgarnar eru miklu frekar dregnar fram á hægri kantinum en hinum vinstri. Öfgakennt nánast.