Venesúela á einungis 10 milljarða dollara eftir í gjaldeyrisforða. Það er forði sem að stjórnvöld hygðust nýta til að framfleyta efnahagnum, ef að í harðbakkann myndi slá. Nú eru erfiðir tímar í Suður-Ameríkulandinu - en gjaldeyrisforðinn hefur minnkað talsvert á síðustu misserum. Það sem enn verra er að um 7 milljarðar af gjaldeyrisforðanum eru í formi gullstanga, sem gerir þeim erfiðara fyrir að greiða af skuldum. CNN Money gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Venesúela þarf brátt að greiða lánardrottnum sínum. Ríkið þarf að greiða um 6 milljarða það sem eftir lifir árs og það er ólíklegt að tekjuhliðin batni hjá ríkinu. Í lok árs gæti jafnvel svo farið að ríkissjóðurinn fari í þrot. Árið 2011 átti Venesúela 30 milljarða dollara gjaldeyrisforða, en árið 2015 var upphæðin komin niður í 20 milljarða dollara.

Nýverið greindi bandaríski bifreiðaframleiðandinn General Motors frá því að verksmiðja fyrirtækisins í Venesúela hafi „óvænt verið tekin yfir af stjórnvöldum,“ sem lýsir ágætlega efnahagslega ástandinu í landinu. Alls kyns varningur var tekinn af stjórnvöldum þegar þau tóku yfir verksmiðjuna þar á meðal bifreiðar.