Hátt í 100 milljónir síðuflettinga voru á Já.is á síðasta ári og fékk vefurinn um 230 þúsund stakar heimsóknir í hverri viku. Þá hefur Já.is appið sem kom út í mars 2014 verið sótt yfir 60 þúsund sinnum og að meðaltali var appið notað á tíu sekúndna fresti allan sólarhringinn.

Vinsælasta leitarorðið á Já.is var 365, en þar á eftir komu N1 og Domus Medica. Það sem var mest skoðað í appinu var Arion banki, Landspítali og Landsbankinn, en Saffran trónir hins vegar á toppnum yfir þá aðila sem oftast var hringt í úr appinu. Appið vísaði hins vegar oftast til vegar í Smáralind.

Vinsælustu leitarorðin

1. 365
2. N1
3. Domus Medica
4. Nova
5. Landsbankinn
6. Byko
7. Lyfja
8. VÍS
9. Valitor
10. Heilsugæslan

Mest skoðað úr appinu

1. Arion banki
2. Landspítali
3. Landsbankinn
4. Pósturinn
5. Saffran
6. Byko
7. Íslandsbanki
8. Vodafone
9. Lyfja
10. Síminn

Mest hringt í úr appinu

1. Saffran
2. Arion banki
3. Pósturinn
4. Landspítali
5. Nova
6. Íslandsbanki
7. Domus Medica
8. Landsbankinn
9. 365 miðlar
10. Sólbaðsstofan Smart

Mest vegvísað úr appinu

1. Smáralind
2. Herjólfur pantanir og upplýsingar
3. Dýragarðurinn í Slakka
4. Kringlan
5. Keflavíkurflugvöllur
6. Macland
7. Bogfimisetrið
8. Íþróttahöllin Kórinn
9. Sushi samba
10. Egilshöll