*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 8. ágúst 2012 10:14

Ofurhetjur bjarga Mikka mús og félögum hjá Disney

Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi. Ofurhetjumyndin The Avengers malaði gull.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bandaríski afþreyinga- og ævintýrarisinn Walt Disney Co. hagnaðist um 1,83 milljarða dala, jafnvirði tæpra 220 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,48 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn á fjórðungnum jafngildir því að hagnaður hafi numið 1,01 dal á hlut í ár samanborið við 77 sent á hlut í fyrra. Hagnaðurinn er umfram væntingar markaðsaðila. Afkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri á nokkrum öðrum fjórðungi.

Fram kemur í uppgjöri Disney að tekjur hafi numið 11,09 milljörðum dala, sem er 3,9% aukning á milli ára. 

Erlendir fjölmiðlar, þar á meðal Dow Jones-fréttaveitan, segir í umfjöllun sinni um uppgjör fyrirtækisins að ofurhetjumyndin The Avengers hafi gert kraftaverk fyrir Disney eftir að feilsporið um ævintýri John Carters á Mars sem gerði lítið annað en að brenna gat í bækur Disney.

Stikkorð: Disney The Avengers