Annar ríkasti maður Asíu, Li Ka-Shing frá Hong Kong, hefur ákveðið að setjast í helgan stein en hann er 89 ára gamall. Li hefur jafnan verið kallaður „Ofurmaðurinn“ (e. Superman) vegna þess hve klókur hann þykir í viðskiptum og fjárfestingum.

Li var einn sá fyrsti frá Hong Kong til þess að fjárfesta á meginlandinu í Kína, en ríkidæmi hans má að miklu rekja til vel heppnaðra fjárfestinga í fasteignum. Li vann sig upp úr örbrigð til auðæfa en sem ungur drengur vann hann við að sópa verksmiðjugólf.

Eini Asíubúinn sem er ríkari en Li er Indverjinn Mukesh Ambani. Á lista Forbes yfir ríkustu menn heims er Li í 23. sætai.