Í síðasta blaði sáu Hrafnarnir ástæðu til að minnast á það að Ari Edwald, sem nú stendur vörð um einokunarstöðu MS á mjólkurmarkaði, hafi eitt sinn verið frjálshyggjumaður í stjórn SUS.

Ari hefur fjarlægst þessar rætur sínar verulega, því í lokuðum umræðuhópi um búvörusamninga á Facebook hlekkjar hann við grein Ögmundar Jónassonar um málefni MS og segir hana eina bestu blaðagrein sem hann, Ari, hafi lesið.

Í greininni segir Ögmundur MS fórnarlamb eineltis og segir það frjálshyggjukreddukjaftæði að gagnrýna verðstýringu í mjólkuriðnaði.

Það er til marks um það hversu löng pólitísk vegferð Ara er orðin fyrst hann sér Ögmund sem sinn helsta bandamann í stríðinu gegn frjálshyggjunni.